föndrið jóladagatal / diy christmas calendar

LItadagatal 2014 í allri sinni jóladýrð.
LItadagatal 2014 í allri sinni jóladýrð.

Síðan dóttir mín fæddist fyrir þremur árum hefur mig langað að búa til jóladagatal handa henni. Á síðasta ári bjó ég til dagatal úr pappír sem að hún hafði sjálf málað á, en pakkarnir duttu alltaf af og það var ekkert sérstaklega fallegt. Þess að auki skildi hún ekkert í þessu framtaki mínu, enda bara tveggja ára. Nú eru hins vegar breyttir tímar, og jólin í ár verða fyrstu jólin sem hún á eftir að muna almennilega eftir. Þetta veit ég þar sem hún hefur talað stanslaust um afmælisveisluna sína í tvær vikur. Þess vegna langaði mig að gera eitthvað með henni sem hún getur notið.

Mig grunar að margir séu í sömu sporum og ég, hafa kannski lítinn áhuga á fjöldaframleiddum jóladagatölum úr Bónus en vilja samt hafa eitthvað kósí, með krúttilegum dýrum í kringum jólatré. Mér langar því að bjóða fólki að prenta dagatalið og skera þau út sjálf — og jafnvel lita með krökkunum! Bæði er hægt að prenta út litaða útgáfu og svarthvíta.

Eina sem þarf að gera er að niðurhala rétta skjalinu, prenta út á þykkt karton með annaðhvort borderless printing eða scale to fit media (ef síðari valmöguleikinn er valinn viljið þið kannski skera af hvíta kantinn).

PDF skjöl til niðurhals (pdf documents for downloading):

1. Jóladagatalið 2014 í allri sinni dýrð (coloured version).
2. Svarthvítt jóladagatal sem hægt er að lita sjálf (black and white version for colouring).
3. Jóladagatala-skapalón sem listfengnir krakkar geta teiknað og litað sjálfir á (blank template).

Hér má sjá dóttur mína lita svarthvíta útgáfu af dagatalinu. Ég lét hana fá heimagerða málingu úr kartöflumjöls og hveitisoðningi, þess vegna sést teikningin svo vel í gegnum litinn.

 

Jóladagatalið er jólagjöf frá mér til allra jólaunnenda,

en þó eru öll framlög vel þegin!
Reikningsnúmer: 0301-26-002588 / kt: 250880-5029

 

Advertisements

3 thoughts on “föndrið jóladagatal / diy christmas calendar

  1. En hvað þetta er fallegt, takk fyrir! Mig langar líka í uppskrift af málningunni, áttu hana?

    1. Takk fyrir það, þetta er mjög auðveld uppskrift. Smá hveiti, kartöflumjöl og vatn soðið í potti. Hrært vel á meðan þar til orðið að hlaupi, svo bara matarlitur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s