
Jæja, þig dauðvantar teikningu fyrir verkefnið þitt, en þú hefur ekki hugmynd hvað sé næsta skrefið?
Ekki örvænta!
Skref 1 – veljið stíl
Skoðið heimsíðu eða portfólíó teiknarans og sjá hvort rétti stíllinn sé til staðar. Stundum er hægt að biðja um dæmi í þeim stíl sem leitað er eftir. Gæta verður að biðja ekki teiknara um að leggja mikla vinnu í dæmi. Eðlilegt er að biðja um eina mynd í þeim stíl sem óskað er eftir nema annað sé ómögulegt.
Skref 2 – hafið samband
Hringið eða sendið tölvupóst og lýsið verkefninu. - Hversu margar myndir - Í hvaða stíl - Hvenær er deadline - Hvert er myndefnið. Hér er gott að gefa upp mikið af upplýsingum til að finna verð sem allir eru sáttir við.
Skref 3 – ferlið
- Fyrst eru skissur teiknaðar. Þá er tækifæri til að breyta. - Eftir skissuferlið er komið að blekun og/eða litun. - Lokaskil!
Skref 4- greiðsla!
Ef verkefnið er stórt er oft gott að skipta í tvær greiðslur. Annars er nóg að fá greiðslu við lokaskil.