
Jæja, þig vantar myndband en þú hefur ekki hugmynd hvað er næsta skrefið?
Ekki örvænta!
Skref 1 – hafið samband
Hringið eða sendið tölvupóst og lýsið verkefninu. - Hversu langt myndband eruð þið að hugsa? - Fyrir hvaða verkefni og fyrirtæki? - Hvenær er deadline? - Hvert er tilgangur, saga, þema mydbandsins? - Hvar á að sýna myndbandið? Til dæmis net, bíóhús, sjónvarp... þarf að útbúa myndbönd fyrir nokkra vettvanga? Hér er gott að gefa upp mikið af upplýsingum til að finna verð sem allir eru sáttir við.
Skref 2 – veljum stíl
Þar sem um myndband er að ræða er best að skoða stíla víðsvegar að. Bæði hér á vefsíðunni en líka er hægt að finna stíla annarsstaðar frá. Best er að við ræðum stílana í sameiningu, ég mun leggja eitthvað fram og þið líka. Við finnum eitthvað sem virkar!
Skref 3 – ferlið
- Fyrst er handritið samið - Stíll er staðfestur og komin demo teikning - Næst er búið til storyboard. - Svo er animatic búið til þar sem storyboardið er sett saman í vídeó með grófu hljóði. - Upplestur tekinn upp (ef slíkt er) - Senurnar animateraðar (kvikaðar) - Hljóðsetning - Klippt - LOKASKIL í þeim formöttum sem beðið er um.
Skref 4- greiðslur!
Ef verkefnið er stórt er oft gott að skipta í tvær greiðslur. Annars er nóg að fá greiðslu við lokaskil.